Baggalútur
Það eru sérstakir tímar sem við lifum á. Fyrir nokkrum árum var Baggalútur heimasíða nokkurra háskólanema sem notuð þann vettvang til að vera sniðugir. Svona þróaður menntaskólahúmor. Nú, nokkrum árum síðar, er Baggalútur svo miklu meira. Þessir piltar halda t.a.m. úti hljómsveit sem hefur innan sinna raða bestu hljóðfæraleikara íslensku poppflórunnar og þar að auki virðast þeir hafa greiðan aðgang að öllum mestu snillingunum á sviði hljóðfæraleiks. Þeir hafa einn besta upptökumanninn, einn flinkasta og sniðugasta textasmiðinn, góða lagahöfunda og söngvara sem verður betri og betri með hverju laginu sem þeir senda frá sér. Og þeir virðast vinna vel saman. Nýjasta lagið þeirra (sem er hægt að heyra á síðunni þeirra) hefur þessa flottu strengjaútsetningu og er æðislega skemmtilega hljóðblandað.