Af Hringi Karlssyni, veikindum og kryddi
Nú er klukkan þrjú aðfararnótt laugardagsins 31. maí og Hringur Karlsson var að sofna aftur eftir að hafa vaknað fyrir um rúmri klukkustund. Hann er veikur. Það er einhver magapest og hann hefur verið að kasta upp.
Í gær var hann hressari. Á leiðinni heim úr sundi gengum við feðgar eftir malar- og moldarslóðanum sem liggur heim til okkar og kallast gata. Hún hafði verið rykbundin fyrr um daginn og hafði barnið orð á því að það væri greinilega búið að krydda götuna. Hann hafði séð þegar kryddbíllinn kom og kryddaði bílastæðið við leikskólann. Og það var kryddbíllinn sem lét jörðina hristast svona líka heiftarlega þarna um miðjan dag í gær.