Víkarar
Ég var að skoða
myndasíðu Grunnskóla Bolungavíkur á Netinu. Þetta er gamli skólinn minn og vinnustaður til skamms tíma. Mér þótti gaman að sjá glaða og brosandi krakkana í skólanum. Það er greinilega nóg um að vera. Það eru þarna 5 eða 6 myndaalbúm frá einhverjum viðburði í skólanum og þau eru öll frá þessu ári sýnist mér.
Það kom mér á óvart hversu fá andlit ég þekki á þessum myndum. Ég þekki auðvitað starfsfólkið og get getið mér til um það, út frá útliti einstaka púka, hver eigi hann. En ég þekki ekki nema tvo frændur mína, eina frænku og svo krakkana sem búa í næsta nágrenni við mömmu og pabba á Holtastígnum.
Það sést kannski að þessi færsla er sett inn á vefinn klukkan 6:50 á laugardagsmorgni. Af því tilefni skal tekið fram að ég er ófullur - ég er bara orðinn gamall - kominn á fætur.