Hver er Víkarinn?
Nú spyr ég um hjón.
Ég fór á tónleika Þursaflokksins og Caput í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Þetta voru frábærir tónleikar. Þar hitti ég marga Skagamenn sem ég þekki en fáa Víkara. Þar hitti ég þó bolvísk hjón sem ég þekki. Þau eru bæði eldri en ég. Það er tveggja ára aldursmunur á þeim. Þursar léku eitt lag sem ég heyrði fyrst í flutningi karlsins sem ég spyr hér um. Það er lagið Jón var kræfur karl og hraustur.
Hver eru þessi hjón?