Tilraunavefurinn
laugardagur, febrúar 9
  Af skemmtunum
Eitthvað klikkaði þarna hjá mér í færslunni á undan með linkana. Það skiptir ekki máli. Ég er búinn að skoða margt á YOUTUBE upp á síðkastið. Þetta var svona sýnishorn af afmörkuðum þætti sem ég hef verið að kynna mér. Það vill þannig til að ég var að bæta við þjónustuna sem ég býð upp á þegar fólk pantar skemmtun á árshátíð eða aðrar samkomur.

Ég er, í félagi við vin minn Gunnar Sturlu, að setja saman skemmtidagskrá sem byggir á gríni og tónlist í bland. Eins konar uppistandi með gítar. Two guitar comedians. Við sækjum einhverjar hugmyndir nokkur ár aftur í tímann og rifjum upp lög sem við sömdum bæði saman og sitt hvoru lagi og heyrðust stundum með hljómsveitinni Abbababb. En það verður bara lítið brot af atriðinu okkar. Við erum að setja saman nýja dagskrá. Þess vegna er ég búinn að vera að skoða á Youtube hvað menn eru að gera í útlandinu. Svo hef ég verið að þýða og staðfæra góða brandara og stela hugmyndum að textum og semja nýtt efni og blanda því saman við góðar sögur. Svo tölum við Gunnar saman í síma á hverjum degi og förum yfir málin.

Ég hef verið í samstarfi við umboðsskrifstofu sem útvegar fólki lifandi tónlist, veislustjóra, hljóðkerfi og allt til skemmtanahalds. Það var mikið verið að óska eftir því að skrifstofan útvegaði atriði sem væri bland af tónlist og gríni. Það er fyrir áskorun þaðan sem ég er að bæta þessu við hjá mér. Svo fékk ég Gunnar til að vera með mér, því hann er fyndinn og bæði hugmyndaríkur og snjall á sviði. Við getum gert gott atriði saman.

Það vantar nafn á þetta dúó. Það er byrjað að bóka og það eru aðeins þrjár vikur í fyrstu giggin. Við urðum að senda frá okkur einhverja fáránlega hugmynd að nafni til að setja á auglýsingu vegna árshátíðar sem við verðum að skemmta á þessa fyrstu helgi. En okkur vantar betra nafn. Eitthvað sem vísar til þess sem við erum að gera og kannski líka þess að við erum tveir saman í þessu. Tillögur eru vel þegnar í athugasemdakerfið.

Það er svo fleira á dagskrá í skemmtibransanum. Skálholtskórinn er ekkert að syngja þessa dagana svo við tókum okkur saman eitt úr hverri rödd í kórnum og æfðum upp í kvartett nokkur létt lög. Við komum fram í fyrsta sinn í kvöld á skemmtun í Aratungu. Þar er kvöldvaka á vegum ungmennafélagsins í sveitinni sem, eins og mörg önnur ungmennafélög í landinu, fagnar hundrað ára afmæli í ár.
 
Ummæli:
"Vanir menn - vönduð vinna"

mbkv Stálið
 
"Tæplega Tríó" - Það er mín tillaga.
 
Þetta á vel við þéttvaxinn dúett. Er þetta nokkuð stolin hugmynd hjá þér?
 
Mikið vildi ég geta séð ykkur performera saman. Það verður pottþétt góð skemmtun.

Þá er bara að plana túr til DK.. ég redda húsnæði og mat í Århus;o)

Heiðrún Hám
 
Aron átti nú hugmynda að þessu þegar við hugðumst stofna dúett. En það varð aldrei neitt úr því svo ykkur er velkomið að nota nafnið.
 
Það vildi ég að maður fengi að sjá ykkur saman félaganna. Enda samankomin átrúnaðargoð mín frá unglingsárum. Látið mig vita ef þið ætlið að halda norður í land, þá bíð ég í leikhús.
kv
Hallgrímur Ólafsson
aðdáandi
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]