500x21,01
Jæja, 500 kallinn sem ég eyddi í Lengjuna varð að rúmum 10 þúsundum (10.505 kr.). Þetta er þá ekki flóknara reiknisdæmi en það að upphæðin sem lögð er undir í veðmálinu er margfölduð við stuðulinn sem gefinn er upp á miðanum. Að tippa á úrslit sem teljast heldur ólíkleg gefur hærri stuðul. Til dæmis eins og að lið úr neðri deild vinni sigursælasta lið ensku bikarkeppninnar.