Stálið mætir í EM stofuna

Mesta íþróttanörd landsins verður í sjónvarpinu á sunnudaginn. Kristján Jónsson verður sérfræðingur í EM stofunni. Kannski hann fari yfir feril sinn sem handboltastjarna í Herði á Ísafirði og ÍR í Reykjavík. Hann var hornamaður. Ég sá hann ekki leika með þeim liðum. En ég er nokkuð viss um að hafa verið fyrsti handboltaþjálfarinn sem hann hafði. Það var í UMFB. Þá var hann gríðarlega áhugasamur og æfði upp fyrir sig, með eldri drengjum. Hann var sérstaklega útsjónarsamur og snjall að skjóta á markið. Kunni að setja snúning á boltann og alls konar þannig listir fór hann létt með.
Ég tel víst að íþróttafréttamennirnir hjá RÚV muni ekki reka Kristján Jónsson á gat þegar kemur að handbolta. Hann getur sagt þeim margt um íþróttina sem ekki er á allra vitorði.
Myndina af KJ tók ég í algjöru leyfisleysi af vef annars íþróttafréttamanns, Elvars af Skaganum.