Sjörklípuaðferðin

Baggalútur skrifar hér um það að hann skilji ekki hvað átt sé við þegar talað er um pólitík og smjörklípur í einhverju óræðu samhengi. Ég hef nú aldrei tekið eftir þessu orði í umræðunni. En ég heyrði viðtal í Kiljunni við Hannes Hólmstein vegna útgáfu myndabókar um Davíð Oddsson þar sem Hannes útskýrði hvernig þetta orðasamband komst inn í íslenska pólitík. Það mun Davíð hafa lært af ömmu sinni. Hún mun hafa notað þetta þannig að það sem hún ræddi um líktist þeirri aðferð sem mun hafa þekkst á gömlu íslenskum heimilum; að stinga smjörklípu upp í einhvern til að fá hann til þess að þegja, ja nú man ég ekki hvort það var geltandi hundur eða grenjandi smákrakki sem þetta átti við um. Hugsunin er sem sagt sú að sá sem smjörklípuna fær verði svo upptekinn við að njóta þessa góða bragðs að hann gleymi því yfir hverju hann var að væla. Þetta tíðkast víst í pólitíkinni.