Tilraunavefurinn
mánudagur, janúar 14
  Doktor Gunni
Ég held ég hafi nefnt það áður hér á blogginu hvað mér þykja lög Dr. Gunna í Laugardagslögunum á RÚV sorglega leiðinleg. Eins og ég hef haft gaman af lagasmíðum hans í gegnum tíðina. Allt frá því ég kynntist fyrst lögum hljómsveitanna Bless og S/H Draums. Ég fílaði líka Unun og hljómsveitin sem hét bara Dr. Gunni finnst mér best af þessu öllu. Nú móðgast einhverjir gamlir Bless aðdáendur - en ég er samt á þessu. Það smellur eitthvað í þeirri sveit og platan þeirra er til vitnis um það. Og júróvísjónlagið í fyrra þótti mér frábært - en núna er ég alveg illa vonsvikinn með minn mann. Og nú komst eitt þessara leiðinlegu laga áfram í keppninni um framlag RÚV til Júróvísjón. Ja, hérna!

Mér fannst lagið hennar Hafdísar Huldar allt í lagi - Fabúlulagið fannst mér bara ágætt.

Eina bandið sem Doktorinn hefur verið með og ég hef séð leika læf, alla veg a svo ég muni eftir því, er S/H Draumur. Ég sá þá reyndar aldrei á meðan þeir störfuðu. Þekkti bara nafnið þá - ekki tónlistina. En svona sirka ´92 eða ´93 héldu þeir tónleika í Tunglinu. Þetta var af einhverju tilefni. Það voru bara þessir einu tónleikar sem þeir héldu í það skiptið og þeir fylltu húsið. Ég held að það hafi aldrei annar eins fjöldi komið saman til að sjá þá og heyra á meðan þeir störfuðu - en í þetta skiptið fylltist húsið. Þetta voru skemmtilegir tónleikar. Alveg meiriháttar góðir bara og fín stemmning. Svo sá ég alla vega einu sinni - ef ekki oftar - einmenningsbandið Dr. Gunna koma fram. Það var sem sagt Gunni með rafmagnsgítar og trommuheila, gott ef hann kallaði ekki trommuheilann Kalla! Það fannst mér mjög leiðinlegar uppákomur. Mér tókst ekki að innbirgða þessa músík þannig matreidda. Einu sinni hituðum við í hljómsveitinni Abbababb upp fyrir hann á tónleikum á Akranesi. Við vorum óhemjuslappir í það skiptið. Það var eitthvert ólag á hljóðkerfinu og ég man að gripið var til þess ráðs í miðju prógrammi að setja mig á rafmagnsgítar, sem virkaði ekki - enda kunni ég ekkert að meðhöndla þannig hljóðfæri. Þá skiptum við Svarti-Pétur, ég fór á bassann, en hann á rafmagnsgítarinn - en það var nú ekkert skárrra. Kannski var þetta bara ekki nógu góð upphitun fyrir Gunna.

Þegar ég er að trúbadorast er ég alltaf tilbúinn að flytja lög frá S/H Draumi. En ég geri það nú ekki nema ég viti af einhverjum í salnum sem kann að meta það. Þá renni ég mér í Sóla eða Helmút á mótorhjóli. Við Venni tókum einhventíma gigg fyrir mörgum árum á Frábæ eða Mánakaffi á Ísafirði eða hvað það hét þá, þar sem það náðist stemning fyrir nokkrum af þessum lögum í einni beit.
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]