Tilraunavefurinn
miðvikudagur, janúar 16
  Bók og brennivínssjúklingar


Ég var að lesa bók Einars Más Guðmundssonar, Rimlar hugans. Það er fjári vel skrifuð skrudda. Hún hélt mér vel og mér þótti hún, ja kannski ekki skemmtileg, en áhugaverð, og það er ánægjuleg upplifun að lesa vel skrifaðan texta. Hún fjallar um drykkjusýki. Maður hefur nú lesið nokkrar bækur um það efni. Það er einhverra hluta vegna þannig að hún vekur oft hjá mér einhvern áhuga, þótt ég sé nú afar þakklátur fyrir að vera laus við hana.

Þeir sem taka á drykkjusýki virðast þurfa að skoða sjálfa sig svo ítarlega, bæði til að átta sig á eigin veikindum og ekki síður til að byggja sig upp og læra að þekkja vítin til að varast þau. Það er forvitnilegt að lesa um slíka sjálfskoðun þegar hún er almennilega skrifuð. Það geta allir fundið samsvörun við sjálfa sig í þessum pælingum, hvort sem þeir eru alkar eða ekki alkar. Þegar ég les svona bókmenntir verður mér líka hugsað til þeirra alka sem ég þekki. Þessi sjúkdómur er alveg makalaus. Honum fylgir afneitun og lygar. Duglegastir eru drykjusjúklingar að ljúga að sjálfum sér. Þeir eiga svo auðvelt með að benda á hvernig það er öðru að kenna en því að þeir eru drykkjusjúklingar hvað þeim líður illa og þeir eiga létt með að komast að þeirri niðurstöðu að þeir séu beittir órétti.

Vinur minn einn hefur margsinnis leitað sér lækninga við þessum sjúkdómi og það er svo merkilegt að jafnvel þótt við séum ekki í sérstaklega miklu sambandi þá tekur það mig ekki nema nokkrar mínútur í símtali að komast að því hvernig heilsa hans er þá stundina. Hvort hann er að standa sig, á niðurleið eða hreinlega illa settur af langvarandi neyslu áfengis. Þó er náttúrulega ekki mark takandi á orði sem hann segir, ef hann er þannig stemmdur. Hann hefur hvað eftir annað talað sig inn á þá skoðun að hann sé ekki veikur fyrir víni. Það getur meira að segja liðið talsverður tími þar sem hann er edrú en er ekki lengur sannfærður um að hann sé áfengissjúklingur. Þá veit ég að það styttist í fallið - og það hefur staðið heima. Þessa stundina gengur honum vel. Sennilega betur en nokkru sinni áður.

Annar alkahólisti úr vinahópnum hefur aldrei leitað sér lækninga við drykkjusýki, Hann sér ekki að það ami nokkuð að sér. Ég get ekki skilið það. Hann er orðinn svo vanur að grípa til lyga, bæði í þeim tilgangi að breiða yfir drykkju og skandala sem eru fylgifiskar hennar, og líka bara svona hversdags, um eitthvað sem engu skiptir, að stundunm er ekki nokkur leið að treysta því hvort einhver meining er á bak við það sem hann segir. Við lestur Rimla hugans var mér hugsað til hans í hvert skipti sem höfundur bókarinnar fór að skrifa um sjálfan sig og hvernig hann fór með áfengi og áfengið fór með hann.

Frændi minn einn sem hringir oft í mig gerir sér grein fyrir því að hann ráði ekkert við að drekka. Hann er búinn að drekka allt frá sér; heilsuna, fjölskylduna, starfsframann, sjálfsvirðinguna og heilmikla peninga. Hann segist ekki þora í meðferð. Telur að hann myndi ekki þola niðurbrotið sem þar eigi sér stað. Ég veit ekkert um það. En það er búið að vera sorglegt að horfa upp á hann fara svona með sig. Kannski er þetta svipað því og að standa í landi og horfa á menn drukkna úti á sjó og geta ekki komið þeim til bjargar vegna veðurs eða annarra aðstæðna. Kannski. Alla vega er mér ljóst hvert stefnir hjá þessum frænda mínum sem mér þykir ákaflega vænt um. En það hefur verið löng leið og ekkert víst að henni fari að ljúka. Áfengið getur verið mjög lengi að drepa fólk.

Þetta eru ekki skemmtileg mál. En það er alltaf jafngaman að heyra og lesa um fólk sem tekst að losa sig við áfengi. Það er alveg á hreinu að það er ekki einfalt mál. Ég mæli með bókinni.
 
Ummæli:
Já blessað brennivínið.....
það er sorglegt að þurfa að horfa upp á manns nánustu eyðileggja líf sitt og annara, og verst er að maður getur ekki gert nokkurn skapaðan hlut í því, nema þá að reyna eftir fremsta megni að láta ástand þeirra ekki skaða okkur sjálf. Sem getur verið erfitt.
afskipti okkar gerir illt verra........
kveðja frá Akureyri
Hallgrímur Ólafsson
 
Hvernig væri að setja inn mynd af snjónum í Reykholti og leyfa mér að fá smá "heimþrá" líka ;)
 
Úff.. ég þekki allt of marga sem hafa farið illa út úr sjúkdómnum og misst hef ég líka nokkra..

.. þegar að ég var lítið (er það reyndar ennþá) átti ég afskaplega erfitt með að skilja þessa veiki.. en ég reyni eins og ég get að skilja hana og geri það alltaf betur og betur..

Mikið er ég heppin að vera ekki alkóhólisti...

...ég væri alveg til í að lesa þessa bók
 
Já. Hræðilegt með blessuðu alkana. Bara alveg hræðilegt. Það er ekkert annað í heiminum eins hræðilegt og alkóhólismi. hehe. En fínt blogg Kalli.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]