Tilraunavefurinn
sunnudagur, október 21
  Sungið
Ég söng tónleika í dag í kirkjunni í Skálholti. Þetta voru tónleikar sem kallaðir voru „Austrið mætir vestrinu". Egypsk söngkona og hörpuleikari (leikur á einhverja ævaforna hörpu og slagverk) söng og lék og Kammerkór Suðurlands söng. Dagskráin var þannig, eins og svo oft þegar leidd eru saman svona atriði, að hún söng ein, kórinn söng einn og svo var þeim blandað saman í sumum laganna. Auk þess sem hún söng og lék með tríói sem þeir skipa ásamt henni, Hilmar Örn og Steingrímur tablaleikari.

Stjórnandinn bað mig að vera með í þessu verkefni í síðustu viku, þar sem hann sá fram á að karlarnir í kórnum yrðu eitthvað fáir í þetta skiptið. Annars er ég ekkert í þessum kór. Hann er skipaður hörkuliði af Suðurlandi. Fólki sem allt les nótur af blaði af miklu öryggi og flest er það starfandi við tónlist. Það var bara gaman og lærdómsríkt að fá að syngja með þeim. Sum laganna þekkti ég og hef sungið með Skálholtskórnum, en önnur hafði ég ekki einu sinni heyrt fyrr. Það var nú aðeins snúnara en ég hef vanist en ofboðslega flott músík.

Skálholtskórinn er svo að æfa mjög flott verk eftir Jón Ásgeirsson. Það er skrifað fyrir blandaðan kór, barnakór, einsöngvara og orgel. Þetta verður flutt í Skálholtskirkju 17. nóvember klukkan 17. Með kórnum verða Barna- og Kammerkór Biskupstungna (með Hákon Karlsson innan borðs) og baritónsöngvarinn frábæri, Hrólfur Sæmundsson. Þessir tónleikar eru í leiðinni útgáfutónleikar kórsins. Skálholtskórinn hefur nefnilega nýlega sent frá sér disk með 20 fallegum sálmalögum. Mér finnst hann alveg frábær. Mæli með honum. Virkilega flottur hljómur og vönduð útgáfa að öllu leyti.

Árlegir aðventutónleikar Skálholtskórsins verða svo 8. desember. Þá syngja með kórnum Diddú og ungur tenór úr Laugarási, Egill Árni Pálsson. Hjörleifur fiðluleikari kemur með strengjasveit og væntanlega verður hörpuleikari með okkur líka. Það verður alla vega nóg að gera þangað til þetta allt er yfirstaðið.
 
Ummæli:
Hm.. ég held ég ætti bara að hafa Suðurlandið inni í myndinni þegar að ég flyt aftur til Íslands.. það er svo mikið líf í músíkinni þarna fyrir austan fjall;o)

Bestu kveðjur,
Heiðrún
 
Aðventukvöldið hér er alltaf annan sunnudag í aðventu þannig að ekki komum við þetta árið, kannski eins gott að eiga minninguna frá árinu 2005, það var æði.
Kannksi nær að koma 17. nóv. og hafa þetta afmælistónleika ;)
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]