Tilraunavefurinn
fimmtudagur, október 18
  Popppunktur Kalla - 1. visbending (fyrir lengra komna)
Þetta er fjörugur leikur. Nú er komið að spurningu um lag. Spurt er um þekkt íslenskt dægurlag. 1. vísbendingin er aðeins fyrir algjöra nörda.

1. vísbending

Lagið og textinn eru hvort tveggja samin af þeim sem söng það fyrst inn á plötu. Ég minnist þess reyndar ekki að lagið hafi verið endurgert eða komið út í annarri útgáfu en þeirri upprunalegu. Lagið hefst á því að slegnir eru inngangshljómar á kassagítar, sándið er bjart og hreint, en alls ekki hart, heldur mjúkt og hlýtt eins og ásláttur gítarleikarans og raunar allur annar hljóðfæraleikur og söngur í laginu allt til enda. Með kassagítarnum er reyndar leikið á kontrabassa, en einn hljóminn á kassagítarinn alveg einn. Ég á nótnaskrift af þessu lagi, en ég er ekki með hana við höndina þegar ég skrifa þetta. En ég ætla nú samt að reyna að útskýra aðeins formið á intróinu. Ég bara vona að ég fari ekki rangt með. En svona heyri ég það:

Þessi inngangur er 5 taktar, (reyndar slær gítarleikarinn vott af upptakti áður en fyrsta slag er leikið). Á þriðja og fjórða slagi annars takts er þögn, utan óms frá fyrsta slaginu og á fjórða og síðasta slagi þessa annars takts er slegið með bursta eitt létt högg á symbala. Það gerist svo aftur á fyrsta slagi fjórða takts. Síðasti taktur þessa forspils er leikinn á gítar, kontrabassa, trommur og hammond-orgel. Þar með er komin hljóðfæraskipanin sem er grunnur alls undirleiksins. Hammondinn er greinilega að imprófisera (spinna) í kringum hljóma lagsins. Bassinn leikur jazzaðan gang og trommuleikarinn slær mest bara létt á sneriltrommu með burstum. Ofan á þennan grunn er svo annar effekt sem er eitt helsta einkenni útsetningarinnar. Það er imprófessjón framkvæmd af einstökum hæfileikamanni á sínu sviði. Listamanni sem mér finnst bera höfuð og herðar yfir alla þá Íslendinga sem fást við það sama og hann í tónlist mörg undanfarin ár. Samskonar spuna hefur þessi listamaður nokkrum sinnum leikið eftir í öðrum lögum. Yfirleitt er það mjög flott en mér finnst þessi frumraun samt bera af. Mér finnst þetta gott lag og einkar fallega útsett, en það sama á reyndar við öll lögin á þeirri plötu sem þetta lag kom út á. Þessi plata er til á mörgum íslenskum heimilum. Ég man fyrst eftir að hafa séð hana á heimili Bjarna, móðurbróður míns, á Lindargötunni á Seltjarnarnesi, þegar ég var svona um það bil níu ára. Þá var það umslagið og uppstillingin á hljómsveitinni á myndunum á umslaginu sem heilluðu mig. Það var ekki fyrr en seinna að ég gaf tónlistinni gaum og þá féll ég gjörsamlega kylliflatur fyrir snilldinni. Þetta er ein af mínum uppáhalds hljómplötum.

Hvert er lagið?
 
Ummæli:
Útumholtoghólablús?
 
Auðvitað. Ég vissi að þú myndir hafa þetta.
Gott hjá þér samt!
 
Ég er svo aldeilis hissa. Ég var hreinlega ekki viss hvort ég væri að lesa íslensku á tímabili í þessum pistli. En skemmti mér ótrúlega vel yfir honum og hló oft. Vandinn er að þetta átti örugglega ekki að vera fyndið en stundum hlær maður af einhverju sem maður botnar ekkert í.

kv
Hannibal
 
Það er náttúrulega verið að rembast við skrifa texta sem á séns á að birtast undir liðnum óborganlega „Orðrétt" á uppáhaldsbloggsíðunni okkar.
 
Jamm, þetta var nú auðvelt.

Spurningin um Steina Magg var það líka. Ég var bara of seinn inn á síðuna til að sjá þá getraun, en gott hjá Hemma að hafa það.

Þetta er annars afar skemmtilegur Popppunktur hjá þér, Kalli minn.

Ég er hinsvegar ekki alveg að tengja við dagskrárliðinn: Hver er Víkarinn?

Kær kveðja til Grétu ...
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]