Tilraunavefurinn
mánudagur, október 22
  Kráarsöngvarinn

Jæja, nú er best að standa sig hér á blogginu. Ég sá að það var vísað á bloggið mitt á síðu sem er með fréttum og ýmsu skemmtilegu efni frá Bolungavík. Þetta er síða sem er á slóðinni www.vikari.is. Það er hlekkur á hana hér til hægri á síðunni minni.

Ég hef einmitt oft hagað skrifum mínum hér á síðunni eins og um væri að ræða bréf heim, opið sendibréf til Bolvíkinga um hvað á daga mína drífur í „útlegðinni". Mér hefur fundist það eðlilegur útgangspunktur.

Fjölskyldan er einmitt á leið til Bolungavíkur um næstu helgi, eða á næstu helgi, eins og sagt er fyrir vestan. Það verður frí í skólanum hér í sveitinni dagana eftir þá helgi og við ætlum að nota fríið til að fara vestur og hitta fólkið okkar þar.

Ég ætla að spila og syngja í Kjallaranum í Bolungavík á föstudagskvöldið næsta. Strax á eftir félagsvistinni.

Mér finnst gaman að spila heima í Víkinni. Þar byrjaði ég að spila. Ég var enn í grunnskóla þegar ég var farinn að spila á pöbb sem var í kaffisalnum í félagsheimilinu. Þá var bara nýlega búið að leyfa sölu á bjór og ekki svo margir farnir að gera út á kráarspilamennsku. Þannig að ég var fenginn í þetta. Vertinn sótti um undanþágu fyrir mig til sýslumanns. Hann veitti hana alltaf. Þetta spilerí gerði mér ekkert nema gott. Ég hafði svo sem ekki umgengist ölvað fólk en það var ekkert svo mikið mál. Og aldrei drakk ég þegar ég spilaði og ég fór alltaf beint heim eftir að hafa spilað. Það var ekki vesenið á manni í þá daga.

Ég var ekki sá eini sem spilaði í kaffisalnum þessa fyrstu bjórvetur. Jónas Pétur spilaði einhverntíma, oftast með öðrum. Sundum með Óla Fjalari (held ég), stundum Kristjáni Jóni. Kristján Jón og Jómmi fóru að spila saman og Hjödda í Tungu var nokkuð dugleg við þetta á tímabili. Svo komu Ísfirðingar; Halli gítarleiki og Gummi Hjalta, og enskur strákur sem heitir Eric og var lengi að spila á Íslandi á árunum á eftir. Einu sinni man ég eftir að hafa spilað í Félagsheimilinu sama kvöldið til skiptis í kaffisalnum og á svölunum uppi. Þá voru tveir spilarar, ég man ekki hvort sá sem spilaði á móti mér var Jónas Pétur eða þessi enski Eric. Gunnar Bjarni, sem var vert í Félagsheimilinu á þessum árum, leyfði mér að koma og sjá og heyra þessa menn skemmta. Það var gott hjá honum. ég hafði gott af því. Bæði gat ég lært af þeim og eins heyrt að þeir voru ekkert betri en ég í þessu. Þess vegna þorði maður að halda þessu áfram. Maður verður að hafa eitthvað að bera sig saman við til að geta fengist við svona lagað. En í sannleika sagt þá var ég engan veginn kominn á þann stað, hvorki sem gítarleikari né skemmtikraftur að ég hefði átt að vera að selja mig út sem slíkan á þessum árum. Ég hafði leikið á gítar í nokkra mánuði. En ég gat alveg sungið. Sennilega var ég óvenjugóður söngvari miðað við aldur. En mig skorti tónlistarþekkingu til að vera að fást við söng svona upp á eigin spýtur. Ég gat ekki einu sinni tónflutt þriggja hljóma lög. Hvað þá annað. En það var bara enginn annar betri í boði og svo var þetta svo nýtt, að skemmta kráargestum. Það vissi enginn hvernig ætti að skemmta íslenskum kráargestum. Það var sennilega stærsti munurinn á því að byrja þá eða að byrja í þessu í dag. Ég hafði nákvæmlega engan að leita til. Þeir sem kunnu að spila á gítar höfðu ekki spilað á pöbb og fæstir þeirra treystu sér til þess.

Þetta var nú ekki mikil útgerð hjá mér á þessum árum. Ég spilaði aldrei nema heima í Bolungavík. En síðan hef ég tekið nokkur tímabil þar sem ég hef verið duglegur að trúbadorast. Það er einmitt eitt slíkt tímabil að ganga yfir þessi misserin.

Þetta er oftast skemmtilegt en mjög erfitt. Þrátt fyrir að tónlistin sem ég er að flytja á kránum krefjist ekki mikillar hæfni í hljóðfæraleik við flutninginn þá er engu að síður gríðarlega erfitt að gera þetta vel. Sá sem leikur á gítarinn og syngur í míkrafóninn verður að spila það sem fólkið vill heyra, en ekki bara það sem hann sjálfur vill spila. Þannig að maður þarf að kunna mörg lög og getað spilað ólíka tónlistarstíla. Svo verður að passa sig á að gera ekki bara fólki á einu borði til geðs en sinna ekki hinu fólkinu í salnum. En maður verður líka að hafa vit á því að láta ekki vaða í hvað sem er. Mér fer til dæmis ekki að syngja sumt af því rokki sem ég er stundum beðinn um að spila. Ég bara gæti ekki gert það vel og þess vegna verð ég að hafa vit og kjark til að sleppa því bara. Það er líka erfitt fyrir líkamann að sitja eða standa lengi og skemmta. Svo ég tali nú ekki um fyrir fingurna að spila á gítar í nokkra klukkutíma og ennþá erfiðara er það fyrir röddina að syngja svona lengi án þess að hvílast. Maður verður líka að gefa sig allan í þetta. Það krefst einbeitingar og er orkufrekt að skemmta fólki, sérstaklega ölvuðu fólki. Það er alveg sama hvort ég hef verið að skemmta fáu fólki í litlum sal eða mörgu í stórum sal, þegar ég kem heim á eftir er ég óratíma að ná mér niður.
Það væri gaman að sjá Víkara fjölmenna í Kjallarann á föstudaginn. Það er ekkert að því að líta bara aðeins við og tékka á stemmningunni. Það er auðveldara nú en áður. Ekki verður maður gegnsósa af reyk lengur. Mér þótti mjög vænt um það síðast þegar spilaði í Víkinni að það kom talsvert af fólki á miðjum aldri og fólk eldra en það og leit aðeins við. Pantaði sér kannski einn kaffibolla eða bjórglas og naut þess að hlusta á tónlistana svolitla stund. Svo kvaddi það bara og gekk út. Það var virkilega ánægjulegt að skemmta þeim. Svo voru líka hópur ungra karla um tvítugt sem hélt uppi gríðarlegri stemmningu með því að syngja með í hverju lagi undir lokin hjá mér. Þeir voru virkilega skemmtilegir. Ég ætla bara rétt að vona að þeir láti sjá sig í þetta skiptið.
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]