Stóriðjulausir Vestfirðir
Jafnvel þótt olíuhreinsistöð myndi ekkert menga teldi ég það glapræði að koma slíkum iðnaði fyrir á Vestfjörðum. Ég held að einmitt hrein, lítið menguð og að miklu leyti ósnortin náttúra Vestfjarða geti gefið þjóðinni meiri tekjur og en slík stöð, þrátt fyrir 700 ný störf. Ég hef það tilfinningunni að það sé vaxandi áhugi á landssvæðum eins og Vestfjörðum, ekki aðeins meðal ferðamanna, heldur líka vísindamanna og þeirra sem nýta sér landslagið og mannlífið til sköpunar af ýmsu tagi. Þetta tvennt, þ.e. stóriðnaðurinn og ímynd hins hreina lands, samræmist illa.