Sólsetur við Djúp
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjzlIc7RvxJKm8rS54Bn4Kl8stMC64nlumES4-5TbujJYor_L68m9IHvpDe_NiDiUyuRtX1Q_mUNf9d8a_uvXTlGXDEwB5oVccj74j-SxhdWwmG6rwBGtI3IWhbHnhAxCJm3AZZ/s400/dora)
Þessa mynd fékk ég senda fljótlega eftir miðnætti. Hún er tekin í Óshólum. Þaðan er gott á þssum árstíma að sjá sólina sökkva í sjóinn og koma svo upp úr honum aftur skömmu síðar. Fjallið á myndinni heitir Traðarhyrna. Konan á myndinni er litla systir mín.
Okkur Grétu var boðið í partí í gærkvöldi. En það var haldið vestur í Súgandafirði og þar gátum við ekki verið. Það hefur eflaust verið mikið fjör á Suðureyri í gær úr því að veðrið hefur verið svona eins og sést á þessari mynd. Þetta var nefni garðveisla. Mér var líka boðið í annað partí hér í sveitinni. Þar var staddur heimsfrægur skoskur sagnamaður, eldri maður með sítt grátt hár og í pilsi og með whiskey glas í hönd. Þangað hafði ég nú ætlað, þótti vænt um að vera boðið, en komst svo ekki af bæ.
Í kvöld verður kóræfing. Það styttist í tónleika Skálholtskórsins á Skálholtshátíð. Hún verður um næstu helgi.