Á puttanum
Ég hafði ekki bílinn í dag. Gréta fór á honum á Akranes að sækja Hákon en þar hefur hann verið í viku hjá Daða vini sínum í Víðigerðinu. Ég húkkaði mér far heim eftir vinnu. Stóð á þjóðveginum með puttann út í loftið. Fyrsti bíllinn fór fram hjá. Næsti stoppaði. Það var hún Lauga frænka mín! Hún hafði þekkt mig og beðið manninn sinn að stoppa. Þau Guðbrandur skutluðu mér heim. Svona leikur lánið stundum við mann.