Tilraunavefurinn
þriðjudagur, júlí 24
  Nýtt mandólín

Svona hljóðfæri er á leiðinni til mín frá Ameríku.

Ég lét sem sagt verða af því að endurnýja. Ég er að vona að þetta sé ægileg fín græja. Það tók langan tíma að finna það og álíka langan tíma að ganga frá kaupunum og sendingunni til Íslands. Ég er sko hálfgerður nýgræðingur þegar kemur að viðskiptum við erlendar verslanir á Internetinu. En þetta á sem sagt að vera frágengið og mér var að berast tilkynning um að sendingin sé komin af stað til Íslands.

Gamla mandólínið mitt keypti ég í Kaupmannahöfn í ágúst árið 1992. Ég tók heilan dag í að leita að mandólíni. Hringdi fyrst í hljóðfæraverslanir og gekk svo góðan spöl. Eina mandólínið í búðinni, sem mig minnir að hafi heitið Musikværkstedet og var á Smallegade 25, keypti ég fyrir 150 danskar krónur og fékk gamlan og lúinn taupoka utan um það í kaupbæti. Það hljóðfæri er af Zegovia gerð (sem er merki sem ég þekki ekki og hef aldrei rekist á síðan). Taupokann, sem var merktur einhverjum Viggo, skreytti Gréta með tússpennateikningu og seinna stækkaði mamma hann fyrir mig svo hann passaði betur fyrir hljóðfærið. Því eftir að sett hafði verið pick-up í það lengdist það um sentimetra eða einn og hálfan og þá passaði pokinn illa fyrir það. Pick-up-inn og ísetninguna á honum gaf Gréta mér í afmælisgjöf þegar ég varð tvítugur sumarið 1993.


Hér er mynd af mér, Hemma og Jóni Árna. Þarna er ég að spila á gamla mandólínið mitt.

Ég er búinn að nota þetta mandólín frekar mikið. Fyrst var það bara notað í partíum og alltaf með hljómsveitinni Abbababb á Skaganum. Ég var fljótur að komast upp á lag með að spila hljóma á mandólínið og smám saman gat ég nú aðeins gert fleira og notað það til skreytinga í þessari músík með Abbababb. Svo liðu mörg ár sem ég spilaði lítið á mandólínið en í hitteðfyrra tók ég það fram aftur og er búinn að spila og spila og spila og taka miklum framförum. Ég hef verið svo heppinn að fá tækifæri til að spila alla vega músík með ólíkum tónlistarmönnum. Það er kominn tími á vissar endurbætur á mandólíninu mínu og þegar ég fór að kanna hvað það kostaði mig að kaupa í það nýja íhluti sem hefði þurft að láta skipta um í því kom í ljós að það svaraði ekki kostnaði. Þess vegna kaupi ég nú nýtt og gott hljóðfæri.


Þessi mynd af af rafmagnsmandólíni sem mér leist vel á og langaði svolítið til að kaupa. En ég hafði vissar efasemdir um gæði þess og eftir að hafa ráðfært mig við einn aðalmandólínsérfræðing landsins snéri ég alveg frá þeirri hugmynd að kaupa mér rafmafnsmandólín og valdi heldur þetta MK mandólín (reyndar eftir ábendingu sérfræðingsins). En þetta nýja mandólín sem ég er að fá er að sjálfsögðu hægt að tengja við magnara.

Í fyrrasumar keypti ég mér virkilega vandaðan og góðan kassagítar. Það er ofboðslega gaman að hafa yfir að ráða svona gæðahljóðfæri. Ég er ofboðslega ánægður með þann gítar. Ef til vill er það þess vegna sem ég kaupi mér nú alvöru mandólín. Þegar maður er búinn að kynnast af eigin raun muninum á sæmilegu hljóðfæri og virkilega góðu hljóðfæri langar mann alltaf að hafa gott hljóðfæri í höndunum.
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]