The Megas
Þegar ég sló Megasi upp í myndaleit á Vefnum (Google images search), áður en ég birti færsluna hér að framan, kom ýmislegt í ljós. Þar á meðal mynd af bringu með áletruninni The Megas og gítartegund með þessu heiti. Þetta er glæsilegur gítar. Sá sem ætlar að kaupa sér slíkan grip og flytja til landsins þarf að greiða fyrir það rúmar 700 þúsund krónur. Það hlýtur að vera góður gítar.
Ég tel litlar líkur á að Megas eigi eftir að sjást leika á Megas gítar.