Kórtónleikar í Skálholtskirkju
Þeir sem hyggja á bíltúr um helgina ættu að hafa í huga að á laugardaginn klukkan 17 verða tónleikar í Skálholtskirkju þar sem Skálholtskórinn syngur nokkur laganna sem búið er að æfa fyrir Ítalíuferð sem farin verður seinna í sumar. Dagskráin er reglulega vel samansett og tónlistin falleg. Ég vona að flutningurinn verði líka góður. Æfingin í kvöld gekk alla vega reglulega vel. Það er búið að vera mikið að gera við æfingar og annan undirbúning síðustu vikur og helgin er alveg undirlögð vegna þessara tónleika og messunnar á Skálholtshátíð á sunnudaginn.
Ég lofa ykkur því að það er vel þess virði að skjótast austur fyrir fjall til að upplifa kórtónleika í Skálholtskirkju.