Hljómsveitarmynd
Trióið sem lék fyrir dansi í brúðkaupsveislunni í Réttinni í Úthlíð um síðustu helgi, Hilmar Örn, ég og Kristján Freyr. Með okkur á myndinni er stelpa sem var gestur í veislunni og tók með okkur nokkur lög. Hún heitir Silla og er víst vinsæll skemmtikraftur, kallar sig Mr. Silla og mér skilst að hún sé nýlega gengin í krúttbandið Múm.