Fegurð Vestfjarða
Ég les stundum heimasíðu þessa manns sem ég þykist þekkja á mynd þessari. Bak við þetta gráa skegg held ég að sé að finna andlitið á Hlyni Þór Magnússyni frá Leirvogstungu í Mosfellssveit. Hlynur Þór er frændi hennar Grétu minnar. En við þekkjum hann nú ekki. En hann er Vestfirðingum mörgum kunnugur vegna þess að hann kenndi annað slagið við Menntaskólann á Ísafirði og var svo blaðamaður á héraðsfréttablöðunum þar vestra árum saman. Hlynur Þór er afburðastílisti.
Á síðunni hans (www.mable123.blog.is) sá ég link frá ljósmyndaranum Kjartani Pétri Sigurðssyni frá ferð hans á fisi vestur til Ísafjarðar. Hann skrapp þangað í rauðsprettu hjá Magga Hauks í Tjöruhúsinu í Neðsta. Kjartan Pétur tók ljósmyndir úr fisinu sem eru hver annarri flottari. Smellið á linkinn og gefið ykkur tíma til að líta fegurð Vestfjarða úr lofti.