Tilraunavefurinn
fimmtudagur, júlí 12
  Fúli kallinn í hverfinu
Það er mikil gúrkutíð hjá fréttastofunum þessa dagana. Allt verða fréttir. Á héraðsfréttablöðunum hringja blaðamennirnir í sveitarstjóra og oddvita hreppanna og reyna að gera fréttir úr tíðindaleysinu. Í Glugganum, sem er dreift hér á Suðurlandi, eru þrjár litlar fréttir úr hreppnum sem ég bý í, Bláskógabyggð. Á tvemur stöðum er vitnað til samtals við oddvita hreppsins.

Fyrst er það frétt um umgengni á landi og lóðum í sveitarfélaginu. Margeir oddviti segir að átak hafi verið í gangi í vor til að ýta á eftir betri umgengni. Því verði fylgt á eftir þar sem frekri aðgerða sé þörf. Ég held þeir ættu þá fyrst að líta í eigin barm ráðamenn hreppsins. Í þéttbýlinu sem hér hefur myndast hefur ekki verið gengið frá nema einni götu þannig að ekki sé skömm að. Göturnar hafa verið gerðar sem einhverjir slóðar til að hægt væri að koma þangað vörubílum svo hægt hafi verið að byggja húsin við þær. Þessir slóðar verða aldrei neitt annað eða meira en slóðar. Það koma holur í þetta og rykið þyrlast upp um bílana, yfir gangandi vegfarendur, hús og garða. Slóðinn hingað heim til mín var í marga mánuði þannig að hann hefði verið merktur af Vegagerðinni eingöngu fær fjórhjóladrifnum bílum, en nú er búið að lagfæra það svolítið, en ekki meir en það. Hér í hverfinu er engin gangstétt og lýsing er ekki fyrir hendi nema á stöku stað. Ryk og moldrok setur ljótan svip á allt hverfið. Moldarhrúgur eru á víð og dreif og ófrágengin lóð í mýrarfeni sem enginn kærir sig um að kaupa og opin byggingasvæði sem eru valda stórhættu fyrir börn sem vilja leika sér úti í drullunni. Þau vilja leika sér úti í drullunni af því að um annað er ekki að ræða. Það er val milli drullufenjanna, moldarhrúganna, vegarslóðans eða þessara hálffrágengnu og illa frágengnu lóða við þessi hús sem hér standa. Fyrir utan þetta framtaksleysi um frágang opinna svæða, gatna og göngustíga eru það svo opinberu byggingarnar sem setja afskaplega ljótan blett á umhverfið. Fasteignum sveitarfélagsins er lítið sem ekkert haldið við. Hér blasa við stórar og áberandi byggingar sem ekki hafa verið málaðar árum saman, húsþök sem liggja undir skemmdum vog sum hafa verið eyðilögð með vanrækslu.

Ég skil svo sem að til sé fólk sem kæri sig ekki um að ganga neitt sér staklega vel um þegar sóðaskapurinn, metnaðarleysið og vanrækslan hjá þeim sem boða bætta umgengni blasir alls staðar við manni. Hvert sem litið er. Ég get látið þetta fara afskaplega mikið í taugarnar á mér. Lanbesta leiðin fyrir sveitarfélagið til að fá almenning til að huga að umhverfinu og snyrta í kringum heimili sín er að ganga á undan með góðu fordæmi.

Þessi þéttbýlishverfi í sveitarfélaginu, Reykholt og Laugarás, eru eins og æxli í þessari fallegu sveit. Þetta er skelfilegt til afspurnar og alls ekki ekki aðlaðandi. Laugarvatn lítur miklu betur út. Enda hefur sá gamli hreppur einhverntíma í firndinni gengið sæmilega frá götum, steypt gangstéttar og snyrt í kringum opin svæði. Þar eru líka stór svæði sem tilheyra stóru skólunum tveimur, KHÍ og ML, og þau líta ágætlega út.

Önnur frétt er í blaðinu um aðgerðir sveitarfélagsins Bláskógabyggðar. Hún er um ákvörðun sveitarstjórnarinnar um 3,7 % hækkun leikskólagjalda. Hækkunun er sögð vera í samræmi við breytingar á neysluverðsvísitölu. Í þessu sambandi vil ég aðeins taka fram að þann 1. mars sl., þegar vaskurinn á matvælum lækkaði verulega sá sveitarstjórnin ekki ástæðu til að lækka leikskólagjöldin eða verðið á matnum í mötuneyti grunnskólans. Samt var lögð á það rík áhersla að sú lækkun ætti að skila sér til neytenda. Þetta er merkilegt.

Á dögunum barst mér undirskriftalisti frá fólkinu hér í öðrum hluta þéttbýlisins í Reykholti þar sem skorað var á yfirvöld að ganga frá einu og öðru hér í umhverfi okkar sem börnunum stafar hætta af og öðru sem veldur okkur fullorðna fólkinu óþægindum. Þetta voru allt saman góðar tillögur og þarfar ábendingar, kurteisislega orðað bréf og hvaðeina, en samt neitaði ég að skrifa undir. Þar var nefnilega farið fram á að götuslóðinn yrði saltaður til að rykbinda hann. Göturnar saltaðar! Það er ekki það sem ég vil. Ég vil miklu varanlegri aðgerð.
 
Ummæli:
Komdu vestur, hér er malbik :)
 
Sammála síðasta ræðumanni ;)
En annars þá eru göturnar skelfilegar hjá ykkur í sveitinni, verri en fjallvegirnir hérna fyrir vestan.
Knús á liðið frá okkur í Víkinni
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]