Dagbókarfærsla með mynd
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgC3tp1qOwNZX3rytVZE6uSKapV8OSCoVdfgypDtWu00ptaTG0Q2pS-w7nWJjDsZwtsQBw5Stll2EJ7rB4HV_u-lzET_Z5FSp-KqN5X1Z2w-1kf76ay56HdD0BRLxXQ2H3N0PC9/s400/Ikorinn.JPG)
Ég var að koma heim úr vinnu. Búinn að vera í 4 vikur við smíðar án þess að missa svo mikið sem fingur.
Í kvöld verður svo kóræfing.
Á morgun fer ég vestur með krakkana.
Svo áður en ég fer í kórferðalagið verð ég að ganga frá einu hljóðvinnsluverkefni sem ég tók að mér fyrir fólk sem var að opna aðstöðu til sýninga á hestum. Þegar það verður búið liggur leiðin til Milano, Rómar, Kaprí, Sikileyjar og fleiri staða á Ítalíu með þessu fólki sem er með mér á myndinni hér að ofan og nokkrum öðrum hressum Tungnamönnum.