Jóðlandi menn

Í vikunni fór ég á tónleika með karlakór frá Tíról. Þeir jóðluðu. Það var mjög skemmtilegt að heyra. Í gær voru þessir sömu menn (eða einhverjir þeirra a.m.k.) í upptöku með Baggalútum. Nú bíður maður bara spenntur eftir næsta lagi þeirra sem verður með ekta jóðli.
Þessi söngstíll ku vera að deyja út. Það jóðluðu ekki nema 3 menn úr kórnum. Þei munu vera í fámennum hópi allra síðustu jóðlara í Tíról. Einn kunnungi minn og hljómsveitarfélagi er áhugamaður um jóðl. Ég keypti handa honum disk með kórnum, sá held ég verði nú glaður. Hann segir mér að í Ameríku sé iðkuð önnur tegund jóðls en þessi sem þekkist í Tíról. Þuríður Sigurðar jóðlar í einu lagi sem hún tekur stundum með okkur í Bleki og byttum. Hún gerir það afskaplega skemmtilega. Það er víst þessi ameríska tækni sem hún beitir. Ekki heyri ég muninn eða kann að skýra út í hverju hann er fólginn. En Austuríkismennirnir jóðluðu sem sagt fyrir Baggalút í gær. Spennandi!