Helgin

Fleiri myndir hér: 1973bolungarvik.blog.is
Þá er maður kominn heim á ný, kom að heiman samt.
Helgin var frábær. Virkilega gaman að hitta pabba og mömmu, ömmu og Sirrý og allar hinar frænkurnar og frændurna. Skemmtilegast var þó að hitt aftur gamla bekkjarfélaga sem fermdust í Hólskirkju í maí 1987. Suma hef ég nánast ekkert hitt árum saman. Aðra hittir maður þegar maður fer vestur. Við nokkra hef ég eiginlega aldrei tapað kontaktinum. Við kepptum i róðri á höfninni. Einn í strákaliðinu þurfti að hvíla sig og safna kröftum fyrir seinna kvöldið. Við fengum afleysingamann úr árgangnum fyrir ofan okkur. Sá gerði það að leik sínum að stýra bátnum af leið, langleiðina upp í fjöru.Hann gat ekki látið það vera að stríða litlu strákunum. Vakti þetta tiltæki hans almennan hlátur og kátínu meðal Bolvíkinga á Brjótnum. En aftur að endurfundum fermingarbarnanna. Þessir mættu:
Ásgerður
Baldur Guðmundur
Björg Hildur

Fjóla Benný
Guðmundur Hrafn
Gunnhildur Linda
Hagbarður
Halldóra
Hálfdán
Heiðrún
Helga Svandís
Jenný
Karl
Lilja Brynja
Margrét Helga
Pétur
Ragnhildur Helga
Rúnar

Vignir
Þessir gátu ekki hitt okkur:
Birgitta
Diana Dröfn
Guðleifur
Ketill Már
Góð mæting!