Tilraunavefurinn
laugardagur, júní 16
  Af boltanum
Ég er með áskrift að Sýn þennan mánuðinn og sá leik Vals og Víkings í fótboltanum í vikunni. Þar sýndi sig hve reynsla manna af því að spila fótbolta er mikilvægur liður í því að ná árangri. Helgi Sigurðsson og Guðmundur Benediktsson, sem eru báðir 33 ára á þessu ári, voru algjörir yfirburðamenn á vellinum. Þeir gerðu allt einfalt og flest af útsjónarsemi og skynsemi. Þessir tveir voru langbestir.

Það er ekki alveg sanngjarnt að taka einstaka menn úr liðum og hefja leik þeirra svona upp til skýjanna. Því auðvitað gætu þessir tveir leikmenn ekki leyft sér að spila eins og þeir gera ef þeir hefðu ekki viljuga, snögga og kraftmikla stráklinga með sér til að vinna fyrir þá skítverkin út um allan völl. Það er líka mikilvægt fyrir liðið. Því má svo ekki gleyma þættir eins og mikil barátta, góðar staðsetningar á vellinum, lestur leiksins og yfirferð á vellinum sjást illa í sjónvarpinu. Sjónvarpið er jú alltaf að sýna það sem gerist í kringum boltann.

Í eina skiptið sem ég hef farið á stórleik í útlöndum fór ég að sjá Inter Milan og Juventus leika í Mílanó. Þetta var í desember árið 2000. Þar var ég hrifnastur af sweeper Inter-liðsins, Frakkanum Lauren Blanc. Það var alltaf eins og hann vissi hvað myndi gerast næst í leiknum. Hann var mjög oft í leiknum fyrir löngu búinn að taka sér stöðu á vellinum þangað sem Juventus leikmennirnir léku boltanum skömmu síðar. Hann var magnaður. Þetta hefði maður aldrei átt möguleika á að sjá í sjónvarpinu - þrátt fyrir allar myndavélarnar.
 
Ummæli:
Ég var að hætta með áskrift af Sýn núna um mánaðarmótin, en ég hef líka aldrei viljað horfa eins mikið á hana og einmitt núna þegar Landsbankadeildin er. Ætli þetta verði af einhverjum vana hjá manni, maður er með allar heimsins stöðvar en samt er aldrei neitt í sjónvarpinu...;)
 
Ég er fyllilega sammála þér Kalli, það er ekkert eins gaman og að horfa á knattspyrnumenn sem virðast á einhvern undraverðan hátt vita hvað gerist næst í leiknum. Einn slíkur er Sigursteinn Gíslason. Las leikinn mjög vel og var alltaf á réttum stað.

Þetta er bara eitthvað sem ekki er hægt að kenna, annað hvort hafa menn/konur þetta eða ekki.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]