Í Vík
Nú erum við Hákon á Höfðabrekku, hóteli rétt fyrir austan Vík í Mýrdal. Við komum hingað í gær með tölvuna og settum upp hljóðver í grunnskólanum. Það eru aðrir feðgar með okkur, þeir Hilmar Örn og Gabríel Daði. Við karlarnir erum að hjálpa Önnu tónmenntarkennara í Vík að gera plötu með krökkunum. Upptökurnar gengu vel í gær. Við vorum að fram á kvöld. Nú förum við að byrja aftur og það verður sungið eitthvað fram eftir degi.Strákarnir okkar leika sér úti á meðan. Þeir voru heppnir í gær því þá var blíðskaparveður. Í dag er rok og rigning (heyrist mér). En strákarnir tóku með sér leikjatölvu þannig að ef þeir verða leiðir á útiverunni geta þeir komið inn í skóla og leikið sér í tölvunni.
Andrea systurdóttir mín átti afmæli í fyrradag. Hún varð 5 ára.