Upptökudagur
Þetta er upptökudagurinn hjá mér. Ég er búinn að sitja við í ellefu klukkutíma og spila inn parta og hljóðblanda.
Það er búið að vera skemmtilegt og mér hefur miðað sæmilega en þó á ég nokkuð mikið eftir. Mig langaði heim um miðjan dag til þess að borða en ég gat ómögulega slitið mig frá þessu. En nú þola eyrun ekki meira í dag. Ég er farinn heim.