Tónleikar og tengsl
Við Hákon brugðum okkur á tónleika. Drengjakór frá Niðarósi hélt alveg magnaða tónleika í Skálholtskirku í kvöld. Þetta var svakalega góður kór skipaður drengjum frá á að giska níu ára aldri og þeir elstu eru líklega um sextugt.
Ég hef ekki séð á fótboltasíðunum hvaða boltasparkari var leikmaður síðustu umferðar í boltanum svo ekki get ég tengt hann við Víkina strax. Hins vegar munu tengsl okkar Bolvíkinga inn í ríkisstjórn landsins aukast verulega á morgun. Það er ljóst.