Tengja
Ætli það verði hægt að tengja alla þá sem verða leikmenn umferðarinnar á Íslandsmótinu við Bolungavík?
Það gæti orðið nokkuð langsótt. En ætti ég ekki samt að reyna? Þannig vinn ég svo margt í einu. Í fyrsta lagi held ég mig við Víkina, eins og mér þykir svo gaman að gera hér á blogginu. Í öðru lagi hlýt ég að virkja lesendur til að kommenta því þeir þekkja sjálfsagt margir önnur tengsl en ég og geta þannig hjálpað mér að tengja rétt. Í þriðja lagi er ættfræðin svo þjóðlegt skemmtilegt viðfangsefni. Þar að auki hef ég með þessu móti eitthvað að skrifa um í allt sumar.