Sjómannadagurinn
Við erum búnir með Víkurplötuna. Næst á dagskrá er að fara heim til Bolungavíkur og hitta bekkjarsystkini mín. Ég ætla að stinga af úr partíinu okkar á föstudagskvöldið til að syngja svolítið fyrir gesti Kjallarans i Einarshúsinu. Á laugardagskvöldið ætlum við svo á sjómannadagsskemmtunina í Félagsheimilinu og á ball á eftir. Ég held ég hafi aldrei farið á sjómannadagsball fyrr. Ég man eftir því þegar ég var unglingur að hafa verið að vinna á þaki í bænum á mánudagsmorgni eftir sjómannadag og getað séð krakkana sem ég þekkti vera að skríða heim til sín úr eftirpartíum. Þá var nefnilega gefið frí í frystihúsinu til kl. 10. En Halli málari gaf ekki frí.