
Leikmaður 3. umferðar er Helgi Sigurðsson í Val. Hann þekki ég ekki heldur og hann er ekkert skyldur mér. En sá leikmaður er það nærri mér í aldri að ég man vel eftir því þegar hann var að stíga fyrstu skrefin í efstu deild. Og það upphaf á hans ferli get ég tengt Bolungavík, þótt langsótt séu nú tengslin. Þannig var að árið 1992 vorum við strákarnir í knattspyrnuliði UMFB í keppnisferð fyrir sunnan. Og til að spara voru leiknir tveir leikir í sömu ferðinni. Sá fyrri var leikinn í Reykjavík á laugardegi en seinni leikurinn á Snæfellsnesi á sunnudegi. Það var farið með rútu eftir leik á laugardegi vestur á Nes. Sama dag lék Víkingur við ÍA á Akranesi. Þá skoraði Helgi Sigurðsson fyrstu mörkin sín í deildinni. Í hamborgarastoppi í Þyrli í Hvalfirði mætast þessi tvö fótboltalið, UMFB og Víkingur. Þar sáum við Víkarar þennan unga og upprennandi markaskorara í Víkingi. Einu sinni ók ég kunningja mínum, fótboltaspilara af Akranesi, úr Akraborginni og heim til Helga Sig í The Small Apartment Area í Reykjavík!
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
Gerast áskrifandi að
Ummæli [Atom]