Kryddpíubloggið
Ég reikna með að systurnar frá Engi í Laugarási hafi stundum verið uppnefndar kryddpíur því að á Engi eru ræktaðar kryddjurtir. Hér er linkur á bloggið hennar Svanhvítar. Ég vissi að hún bloggaði og ég vissi líka að hún er fær að eiga við texta en ég vissi ekki fyrr en í dag, þegar ég leitaði bloggið hennar uppi í fyrsta sinn, hversu dugleg hún er að benda notendum Netsins á áhugaverða staði til að heimsækja. Ég fann þessa söngkonu sem ég vísa til hér í færslunni á undan á síðunni hennar. Þar er líka hellingur af öðru sniðugu dóti sem hún bendir á.
Við Svanhvít höfum kynnst svolítið í gegnum spilerí. Hún leikur á blokkflautu og hefur líka staðið að tónleikahaldi með myndarbrag. Við Gréta höfum líka kynnst öllu öðru heimilisfólki á Engi. Það er allt sómafólk.
Tékkið endilega á kryddpíublogginu.