Hver er Víkarinn?
Já, ég hitti Víkara síðastliðinn föstudag. Það var í hádeginu. Ég, grunnskólakennarinn, var að koma úr vinnunni. Hann, háskólaneminn, var að koma úr tíma.
(Þessi vísbending segir nú mest. En ég gef svolítið meira uppi í þeirri von að þátttakan í leiknum verði góð.)
Víkari þessi er úr elsta árgangi þeirra bolvísku barna sem voru nemendur mínir í Grunnskóla Bolungavíkur. Þá var nú talsverð fyrirferð í honum. Ég man að það kom mér mjög á óvart, því hann á kyn til annars.