Hver er Víkarinn?
Það hafa nokkrir lesendur síðunnar lýst yfir ánægju með það þegar ég spyr hver Víkarinn sé. Það hafa sem sagt fleiri ánægu af þessu en ég sjálfur. Það þykir mér bara gott. Eins og þið hafið sjálfsagt tekið eftir þá spyr ég jafnan að þessu eftir að ég hef hitt Bolvíking á förnum vegi. Ekki samt í hvert sinn sem ég mæti Víkara á götu. Skárra væri það nú. En vegna þess að ég sé nú ekki Bolvíkinga daglega þá er nú ekki mikil regla á þessum dagskrárlið. ég svindla ekkert á þessu. Ég spyr bara um þá sem ég hitti. Ég vona að fólk taki því nú vel og það sé því að meinalausu þó ég sé að þessu.
Að lokum bið ég ykkur Bolvíkingar sem sjáið mig útundan ykkur að taka nú ekki stóran sveig fram hjá mér af ótta við að verða að umfjöllunarefni í Hver er maðurinn á Tilraunavefnum. Er það ekki bara heiður?