Hver er Víkarinn? (2. vísbending)
Það eru miklar upplýsingar í fyrstu vísbendingunni því þar kemur fram að ég hafi um leið og ég fór úr vinnunni síðastliðinn föstudag hitt þennan Bolvíking þar sem hann var að koma úr tíma í háskólanum þar sem hann er nemandi. Það eru nú ekki margir háskólar hérna í sveitnni. Það þarft bara að finna út úr því hver þessi háskóli er því mér vitanlega eru ekki aðrir Bolvíkingar í þeim skóla núna. En nokkrir Bolvíkingar hafa numið þar í gegnum tíðina. Þeirra á meðal er fólk með þessar skammstafanir FH, EK HMS, SA og frændur mínir, bræðurnir JA og RA.