Falskur söngur
Við erum að fylgjast með undankeppninni fyrir Eurovision. Þar hafa flestir söngvararnir verið svo falskir að ég er farinn að fíla þessi fáu atriði sem eru sungin ófalskt, óháð laginu eða útliti atriðisins. Ég geri orðið ekki meiri kröfur. Serbía, Ísland og Tékkland hafa teflt fram fólki sem heldur lagi.
Annað hvort er monitormálum stórlega ábótavant á sviðinu í Helsinki og söngvararnir heyra ekki vel í sér eða þjóðir Evrópu eru hættar að gera þær kröfur til söngvaranna sem þær senda í Eurovision söngvakeppnina að þeir geti sungið.
(Nú er keppninni lokið svo ég kann ekki við annað en að bæta við færsluna þvi söngurinn hefur skánað svolítið í síðari hlutanum.)
Norðmenn héldu lagi (með mömmu Silvíu Nætur í fararbroddi - það er skemmtilega margsamið lagið þeirra). Aðrir sem héldu sig á réttu tónunum voru Ungverjar, Eistar, Slóvenar og Austurríkismenn (með Bon Jovi-lagið).
Einhverjir tveir flytjendur gátu sungið en höfðu falskar bakraddir með sér. Það er óheppilegt. Ísrelski söngvarinn var ófalskur og flestir í pípuhattagenginu, en verður maður ekki að gera svolítið meiri kröfur til söngvara en að þeir söngur þeirra sé ófalskur? Það finnst mér.