Sóli og Bytturnar

Sólmundur Friðriksson heitir maður sem ég kynntist í Kennó. Við sátum þar saman í valkúrsi hjá Þórði Helgasyni sem hann kallaði Skapandi skrif. Sólmundur er ágætt ljóðskáld. Hann er líka tónlistarmaður. Ágætur hljóðfæraleikari, spilar á bassa, grípur í kassagítar og er svo flottur söngvari líka. Sólmundur var gestasöngvari hjá Bleki og byttum í síðustu viku. Hann sendi mér þessar myndir. Hér er hann að syngja eurovision-lagið okkar nýja.
Á myndinni eru Hörður Bragason á harmóníkunni, þá ég, Gunnar Þórðarson með rauða gítarinn, Sóli og Hermann með kassagítarinn þarna alveg út í enda. Þeir sem ekki sjálst á myndinni eru Hilmar sem er þarna einhverstaðar á bak við mig, Keli trommari og Örlygur sem var á hinum sviðsvængnum.