Tilraunavefurinn
föstudagur, apríl 6
  Passíusálmar á morgun

Heimaverkefni
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Löng færsla um þátttöku mína í Píslarsveit Megasar

Á morgun verð ég svo enn á ný með mandólínið á tónleikum í kirkju. Þá verða tvennir tónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði. Þar verðum við Svanhvít aftur saman, nú sem meðlimir í Píslarsveitinni sem leikur undir söng þessa sama unglingakórs og Megasar í flutningi nokkurra Passíusálma og þriggja veraldlegra kvæða Hallgríms Péturssonar. Þar er mandólín í veraldlega pakkanum og í sálmum 4, 15, 46 og 50. Svo leik ég á kassagítar í sálmum 1, 7, 8, 25, 31 og 34 og á munnhörpu í 1, 7, 31 og 43.

Í fyrra var lík dagskrá flutt í Reykjavík og í Skálholti. Í Skálholti lékum við fleiri sálma. Þar voru m.a. fluttir sálmur 11, Um afneitun Péturs, alveg æðislega flott Dylanlegt lag við frábært ljóð og sálmur 12, þar sem ég fékk að hamast á líflegu munnhörpusólói. Ég sakna þessara laga beggja af dagskránni núna. En það er bara hégómi í mér, ég fékk svo skemmtilegt hlutverk í þeim báðum. Í þetta skiptið munum við spila tvo sálma sem ekki voru fluttir í fyrra og eru heldur ekki á nýju tvöföldu tónleikaplötunni. Í fyrsta lagi er um ræða sálm 43. Það er 33 ára gamalt lag en þetta verður þó frumflutningur. Lagið er mjög fallegt. Það eru kínversk tónbil en írskur blær á melódíunni. Núðlur í Guinnersbjórnum. Við munum líka leika 8. sálminn. Það er rock´n roll af gamla skólanum. Það er ekki frumflutningur því það lag heyrðu þeir sem fóru á Passísálmatónleika í Austurbæjarbíói 1986.

Þegar ég fór inn í Píslarsveitina fyrst bað ég hreinlega um að fá að vera með í henni. Þá var Kammerkórinn að fara að syngja á tónleikum sem voru haldnir til að heiðra Megas sextugan. Það eru tvö ár síðan þetta var. Þá voru fluttir sálmar 15 og 46. Ég lék á mandólín í 15. sálmi en á gítar í þeim númer 46. Þá réð ég ekki við að spila 46. sálm á mandólín, en síðan hefur mér farið virkilega mikið fram og linurnar sem ég tek á mandólínið í þessu lagi núna eru með því flottara sem ég geri á tónleikunum á morgun. Þegar það var svo verið að setja saman stóru Píslarsveitina vegna tónleikanna á Vetrarhátíð í Reykjavík í fyrra var það stjórnandinn sem benti Megasi á að hann þekkti mandólínleikara sem hann grunaði að vildi gjarnan vera með í sveitinni. Það leist tónskáldinu vel á og hann mun einmitt hafa sagt að það væri svo vel viðeigandi því englarnir spiluðu bara á mandólín.

Ég var sem sagt fenginn í sveitina til að spila á mandólín. Þegar ég fékk svo nóturnar í hendurnar og fór að æfa mig heima sá ég að á nokkrum stöðum í handritinu stendur munnh., mh. og munnharpa. Þess vegna prófaði ég að setja munnhörpu í þessi lög. Mér fannst það passa lögunum vel og leyfði þeim Magnúsi og Hilmari að heyra tillögur mínar. Það var eins og Magnús hefði himin höndum tekið. Í ljós kom að hann hafði í sumum laganna hugsað sér stemningu sem er ekki ósvipuð þeirri sem við sjáum í amerískum kúrekabíómyndum þegar karlarnir sitja í hring við varðeld í eyðimörkinni og spila angurværar laglínur á munnhörpu. Og þegar honum var orðið ljóst að ég get spilað vel á munnhörpuna vildi hann nota hana enn meira.

Á tónleikum 1986 hafði hann viljað fá munnhörpu og einn úr hljómsveitinni fékkst til þess eftir einhverjar fortölur að blása fyrir hann í munnhörpu. En sá hafði lítið spilað á þetta hljóðfæri og munnhörpuleikurinn því ekki upp á marga fiska. Kannski hefur það verið þess vegna sem munnharpan hafði meira vægi en mandólínið á tónleikunum í fyrra, sérstaklega á seinni tónleikunum, þeim í Skálholti.

Núna er ég svo orðinn gítarleikari í Píslarsveitinni. En það eru nú björgunaraðgerðir. Eins og þegar hljóðfæraleikarinn úr bandinu 1986 var fenginn í að blása í munnhörpu. Lögin eru samin við skrifborð, beint á nótnablöð, tónskáldið hafði ekki hljóðfæri við höndina. Í mörgum laganna hefur Megas skrifað hljóma fyrir gítar sem er ómögulegt að spila á einn gítar, en með samvinnu tveggja gítarleikara má auðveldlega ná þeim hljómi sem skrifaður er. Þannig á til dæmis á einum stað skrifaður níundarhljómur þar sem þurfa að auki að heyrast sexund og sjöund. Kristni gítarleika tókst að finna leið til að taka grip sem náði þessu öllu, en hljómurinn varð miklu fallegri þegar ég spilaði hreina níund og hann gat tekið hljóm sem hefur bæði sexund og sjöund. Önnur ástæða fyrir því að hafa stundum tvo gítara í gangi er að við viljum njóta hæfileika Kristins gítarleikara eins og hægt er. Í sumum laganna gerum við það best með því að losa hann undan því að bera lögin uppi með kassagítarströmmi. Ef ég sé um það hefur hann meira frelsi til að spila línur sem styðja við melódíuna. Það er ekki til aur til að ráða fleiri hljóðfæraleikara í þetta skiptið.

Samsetnig Píslarsveitar þessa árs er svolítið frábrugðin þeim fyrri. Í fyrstu skiptin sem Passíusálmalög Megasar voru flutt, 1973, 1985 og 1986, var um hefðbundið rokkband að ræða. Það voru reyndar saxófónn og bakraddir 1985. 2001 var barnakór í stóru hlutverki og orgel, klarinettur og þverflauta til viðbótar við trommur, kontrabassa og tvo gítara. Í fyrra var 4 manna strengjasveit, tveir gítarar, orgel, kontrabassi, harpa, blokkflauta, kór, munnharpa og mandólín. Alveg risastórt. Núna er gítar, kontrabassi, trommur, orgel, harpa, fiðla, blokkflauta, kór og svo ég með gítar, munnhörpu og mandólín. Yfirbragðið er allt lágstemmdara en í fyrra. Það eru ekki alltaf allir að leika í einu. Það heyrist það sem verið er að leika á lágværu hljóðfærin. Áheyrendur munu koma til með að heyra hörpuna óma, dásamlega leikið á klassískan gítar, himneska og djöfullega tóna úr fiðlunni hans Hjórleifs, seiðandi altflautustef, himneskar mandólíntrillur og másandi indverkst harmoníum.

Mikið finnst mér þetta skemmtilegt.
 
Ummæli:
Eftir þennan lestur er ég ennþá svektari yfir því að komast ekki á tónleikana!! Þetta hljómar allt saman ákaflega spennandi og ég gæfi líka mikið fyrir að heyra þig spila á mandolínið og munnhörpuna..

...gangi þér vel Kalli minn og gleðilega Páska.
 
Já ekki var þetta leiðinlegt! Takk fyrir samstarfið!
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]