Mandólínmessa

Ég hef spilað á mandólín í kirkjum en aldrei í messu fyrr en í gær.
Þannig er að í nýju sálmabókinni eru söngvar sem ég held að séu kenndir við hérað í Frakklandi, frekar en einhvern mann, sem heitir Taizé. Það eru stutt og einföld, en ákaflega falleg lög, skrifuð þar í fjórum röddum. Ég held þau séu ekki svo gömul þessi lög. Í Skálholtskirkju syngjum við þau gjarnan á meðan altarisganga fer fram. Það var í þessum hluta messunnar sem ég spilaði mandólínlínur í gær. Er þetta ekki alveg himneskt? „Englarnir spila bara á mandólín!"
Í kvöld mun ég aftur leika á mandólínið í kirkjunni. Kammerkórinn (unglingakórinn okkar) verður með tónleika. Með honum leika organisti og hörpuleikari og í einhverjum laganna spilum við Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir með, hún á blokkflautu en ég á mandólín.