Leikið með gítarhetju
Ja, ekki hefi mig grunað það á unglingsárunum, þegar ég var að æfa mig á gíarinn hennar mömmu inni í herbergi hjá mér á Holtastígnum, að þær æfingar myndu leiða til þess að seinna myndi ég verða hljóðfæraleikari í hljómsveit uppáhaldstónlistarmanns míns og 10 dögum síðar spila á gítar á dansleik með einum alþekktasta gítarleikara Íslands.

Þessi verður á sviðinu með Bleki og byttum í Aratungu síðasta vetrardag. Það er búið að æfa svolítið. Hann mætti síðast og æfði með okkur. Ég er ekki frá því að leikur minn hafi skánað til muna við þann stuðning sem hann veitti.
Þangað til næst.
Léttur í lundu!