Enginn svefnfriður
Það er ekki alltaf kyrrð í sveitinni.
Ég held það séu 27 íbúðir við þessar tvær götur hérna sunnanmegin í þorpinu.
Það stöðvaði samt ekki þessa menn sem dunda sér við það í bílskúr að gera við og endurbyggja bíla að fara út og prufa afrakstur vinnu næturinnar. Klukkan 5:30 í morgun, að morgni föstudagsins langa, vakna ég við að Willy´s jeppi er settur í gang með miklum látum. Það er þvílíkur hávaði í þessu tæki. Svo er ekið af stað, spyrnt eftir götunni og snarhemlað, hrópað og kallað, gefið í aftur, hemlað. Næsti ökumaður tekur við og gerir eins. Ég fer út í glugga. Þarna standa þeir úti á götunni nokkrir fullorðnir menn í bílaleik og eru að líkindum búnir að vekja allt hverfið upp af værum svefni. Þvílíkur dómgreindarskortur! Þvílíkt tillitsleysi! Hér vökuðum við Gréta bæði og Hringur litli líka. Þau sofnuðu reyndar aftur. En ekki ég. Ég gat með engu móti fest svefn eftir þessi læti. Þess vegna var ég svona duglegur að skrifa í morgun.

Í kvöld ætla ég að spila á tónleikum og strax á eftir að skemmta einn á veitingastað fram á nótt. Snemma í fyrramálið fer ég svo vestur í Hvalfjörð þar sem ég verð fyrst að æfa og svo að spila á tvennum tónleikum fram á kvöld. Ég ætla rétt að vona að mér takist að sofa eitthvað í dag!