Molarnir

Þegar ég var í MÍ á Ísafirði var ég alveg brjálaður aðdáandi Sykurmolanna. Mér fannst það virkilega góð hljómsveit og skemmtileg. Ég átti meira að segja Smekkleysubol. Maður hafði nú ekkert mörg tækifæri til að sjá þá á sviði. Ég man ekki til þess að þeir hafi komið vestur að spila. En ég sá þá á útihátíðinni í Húnaveri, annað hvort 1989 eða 1990. Það hefur sennilega ekki verið meðal þeirra bestu tónleika. En ég var sko mjög sáttur við þá. Þeir voru algjörlega meiriháttar.