Hears A Who
Í febrúar sl. voru settar í umferð á Netinu ákaflega forvitnilegar upptökur. Hvergi kemur fram hver það er sem er ábyrgur fyrir þessu, eða hverjir það eru sem þarna heyrist í. Textarnir eru gamlar amerískar þjóðvísur og barnakvæði. Lögin og meðferðin á þeim hljómar mjög kunnuglega og upptökurnar virðast vera 40 ára gamlar. Búin var til heimasíða í kringum þessar upptökur sem nú er búið að loka að ósk einhverra sem kærðu sig ekki um að hafa þetta í umferð.
Umslagið er svona:

Ég á þessar upptökur. Ég þekki nefnilega tónlistarmanninn og kennarann Hjört Hjartarson á Selfossi. Hann er með með í tónlistaruppeldismeðferð. Gefur mér klezmertónlist í bílförmum og stingur svo að mér ýmsu öðru forvitnilegu. Þessar upptökur fékk ég hjá honum.
Úr því ég er sannarlega orðinn þátttakandi í glæpnum, bæði með því að eiga þessar upptökur og eins með því að segja frá þeim hér á opinberum vettvangi, hafði ég hugsað mér að setja eitt lag af þessu inn á Vefinn. En svo á ég í einhverju basli með það. Kannski ég geri aðra tilraun síðar.