Tilraunavefurinn
fimmtudagur, janúar 25
  Orðrétt
„Þorsteinn Pálsson setur fram skemmtilega greiningu í Fréttablaðinu í dag sem byggir m.a. á því að Samfylkingin sé að taka yfir hlutverk Framsóknarflokksins sem miðjuflokkur í íslenskum stjórnmálum. Það ríkti ekki stjórnfesta hér, skv. útleggingu Þorsteins, fyrr en á dögum Halldórs Ásgrímssonar. Fram að því að hann tekur við Framsókn var Framsókn alltaf á leið til vinstri í hægra samstarfi en á leið til hægri í vinstra samstarfi. Þess vegna varð engin stjórnfesta fyrr en Halldór tók við og með mínum orðum: Hélt til hægri í hægra samstarfi. Það sem henti Halldór hins vegar, og nú er ég enn hættur að vitna í Þorstein, er að Halldór sem utanríkisráðherra hreifst af samstarfi þjóða og samvinnu og vildi taka upp þráðinn þar sem Jón Baldvin missti hann eftir inngönguna í EES og knýja í alvöru dyra hjá Evrópusambandinu, en það hefði hiklaust verið heilladrýgst fyrir þjóðina.

Þetta var hins vegar meira en íhaldsöflin í Framsókn og Sjálfstæðisflokki þoldu og Hornfirðingurinn vinur minn var sendur í útlegð. Þess vegna þurfa menn eins og Guðmundur Ólafsson að ræða um okurvexti, okurálagningu, fákeppni, gegndarlausa vinnuviku og Guð veit hvað."

Séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Þorlákshöfn
http://baldurkr.blog.is/blog/baldurkr/



Þetta er mjög athyglisvert hjá sr. Baldri. Það er ekki oft sem fólk þorir að lýsa því yfir opinberlega að það styðji Evrópusambandsaðild. Sjálfur er ég mikill prinsipp-maður og er þess vegna annarrar skoðunar en séra Baldur hvað varðar Evrópusambandsaðild. Mér finnst við hreinlega vera að sýna baráttu þeirra sem höfðu í gegn stofnun lýðveldisins Íslands lítilsvirðingu með því og kasta frá okkur sjálfstæðinu sem við þó höfum ótvírætt. En það eru náttúrulega engin rök í málinu. Þetta er bara rómantík. Ég hef nákvæmlega ekkert vit á hagfræði og sáralitla þekkingu á stofnunum Evrópusambandsins. En Jón Baldvin, og meira að segja Halldór, vita alveg um hvað þeir voru að tala.
 
Ummæli:
Þér væri nú illa í ætt skorið ef þú værir ekki principp-maður.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]