Tilraunavefurinn
miðvikudagur, janúar 10
  Gömul hús í Bolungavík (frh.#5)
Bjarnabúð er alltaf flott. Að mínu áliti er hún langflottasta gamla húsið í bænum. Ég er náttúrulega ekki alveg hlutlaus þegar kemur að svona mati. Þetta hús tengist móðurfjölskyldu minni töluvert. Bjarnabúð er ekki bara þessi miðhæð sem hefur að geyma skrifstofur og verslunina. Risið er flott og kjallarinn aldeilis magnaður. Ég þekki mig ágætlega í húsinu. Kom þangað stundum þegar ég var krakki. Stundum með ömmu, stundum með mömmu. Pabbi vann þarna veturinn sem ég byrjaði í skóla. Ég man vel eftir því. Svo hefur Bensi frændi haft sans fyrir því að halda því við. Þess vegna hef ég nokkrum sinnum málað þetta hús. Það hefur alltaf verið gaman af því. Það verður svo ofsalega fallegt á eftir.

Bæði mamma og Biggi frændi hafa sagt mér margar sögur þar sem sögusviðið er þetta hús eða nánasta umhverfi þess. Þau fæddust held ég örugglega bæði í þessu húsi. Þeir afi og Biggi töluðu aldrei um Bjarnabúð heldur kölluðu þeir húsið Sameinuðuna. Ég hef líka heyrt húsið nefnt Bjarnabæ. Upphaflega var það verslunarhús fyrir fyrirbæri sem hét Sameinuðu dönsku verzlanirnar eða eitthvað álika. Ég held að húsið hafi verið þess tíma einingahús, þ.e. að það hafi komið nánast fullsmíðað og því komið fyrir þarna á Mölunum einhvetntíma í kringum 1920. Ég veit það ekki nákvæmlega, en ég reikna með að móðir mín muni innan skamms færa inn nákvæmar upplýsingar um það hér í athugasemdadálkinum. Bjarni langaafi minn var umboðsmaður þeirrar verslunar sem fyrst átti húsið, en síðar stofnaði hann í húsinu eigin verslun og þar er enn verslað. Þar fást t.a.m. bækur, ritföng, öll matvara og reglulega flott og vönduð föt á alla fjölskylduna.

Ég veit um mann sem til skamms tíma viðaði að sér upplýsingum í þeim tilgangi að skrá verslunarsögu Bolungavíkur. Ég veit ekki hvernig honum miðar með það verkefni eða hvort hann hefur enn heilsu til að sinna því. En sú saga verður örugglega einhverntíma skrifuð.
 
Ummæli:
Auðvitað skrifa ég því mér er málið skylt. Bjarnabúð eða afabúð eins og ég kallaði hana kom sem einingahús þess tíma frá Danmörku, (uppi á lofti sér maður númer í sperrum og bitum), var sett upp sumarið 1919. Í þessu húsi hafa einungis fæðst tvö börn, Árni Fannberg og ég, ekki Biggi því afi og amma flytja ekki í þetta hús fyrr en 1935. Og auðvitað er þetta fallegasta húsið í Víkinni, ekki spurning.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]