Konni fiðlari

Það voru nemendatónleikar í gær í Aratungu. Hákon spilaði lag sem hann er löngu búinn að læra og spila margoft. Þannig að það gekk mjög vel hjá honum að spila. Með honum á myndinni er kennarinn hans, Guðmundur Pálsson. Guðmundur hefur spilað með mér, bæði í Bellman-dagskrá á Klettinum og svo í gyðingahljómsveitinni í fyrravetur.
Hljómsveitin hans Guðmundar er aftur á móti Spaðar. Hann er fiðlari í Spöðum.