Aðventutónleikar í Skálholtskirkju

Hæ
Ég var að koma af kóræfingu hjá Skálholtskórnum.
Það er verið að æfa fyrir aðventutónleikana sem verða 16. desember. Fyrir fáeinum árum skilst mér að aðsóknin á tónleikana hafi verið orðin svo mikil að það varð að hafa tvenna tónleika. Þannig hefur þetta verið í nokkur ár. Ég var með í fyrsta sinn í fyrra. Það var troðfull kirkjan í bæði skiptin. Núna er strax orðið uppselt á þessa tvenna tónleika og þriðju tónleikunum hefur verið bætt við.
Þetta er ofsalega grand. 70 manna blandaður kór, 20 þrautþjálfaðir unglingar, 30 yngri börn, Diddú og Óskar Pétursson, stóra orgelið, Gunni Þórðar á gítarinn, Hjólli Vals með strengjasveit, Keli í Túnfæti og félagar í Hljómskálakvartettnum, hress stjórnandi, frumflutningur á aðventulagi, endurflutningur á fleiri aðventulögum sem samin hafa verið fyrir kórinn á síðustu árum, sígild jólalög, guðdómlegur hljómburður Skálholtskirkju og þessi fallega sveit að vetrarlagi. Þarna byrja jólin!