Hótel mamma

Ég er staddur í Bolungavík og krakkarnir eru með mér. Hákon hefur farið daglega á Brjótinn að veiða og á morgun ætlar hann á sjóinn með Mugga frænda. Það er mikill spenningur í gangi og hann var lengi að sofna. Perla María hefur félagsskap af Andreu frænku sinni og líður vel. Hringur og Andrea ná ekki eins vel saman. Það var gott veður hjá okkur í dag en annars hefur veðrið verið skítt.
Gréta er fyrir sunnan. Tvö móðursystkini hennar féllu frá í vikunni og fjölskyldan heldur saman og fólkið styður hvert annað í sorginni. Það er nóg að gera þegar svona stendur á og Gréta, eins og aðrir í fjölskyldunni, hefur haft nóg fyrir stafni í vikunni.
Ég ætlaði að fara til Gautaborgar á miðvikudag en er búinn að fresta ferðinni til laugardags til að getað verið við jarðarför. Þá flýg ég til Köben og tek rútu til Gautaborgar. Það á að spila á bryggjuballi í Gautaborg um kvöldið og koma svo heim í hádeginu á sunnudag.