Trommað

VIð Hilmar skutumst með tölvuna til Reykjavíkur í dag og tókum upp trommuleik á plötuna sem við erum að vinna í þessa dagana. Eins og sjá má á myndinni fengum við mann úr besta klassa til að taka að sér að slá á trommurnar. Hann var ekki lengi að þessu. Það er mikill tímasparnaður fólginn í því að fá til svona verka fólk sem kann þau. Þetta var góð session.
Á heimleiðinni komum við við í veitingasal í Ölfusinu og spiluðum einn dinner. Alltaf eitthvað að gera í músíkinni!